Í Oath eru einn til sex leikmenn að stjórna sögunni í fornu landi. Þið gætuð tekið ykkur hlutverk útsendara gömlu reglunnar sem reynir að koma henni til valda, eða leggja á ráðin um að fella konungsríkið. Afleiðingar eins spils munu bergmála í spilunum sem fylgja á eftir, breyta afurðunum sem eru í boði og aðgerðum sem þið getið gert, jafnvel breytt sigurskilyrðinu í grunni spilsins. Ef leikmaður…
Í Oath eru einn til sex leikmenn að stjórna sögunni í fornu landi. Þið gætuð tekið ykkur hlutverk útsendara gömlu reglunnar sem reynir að koma henni til valda, eða leggja á ráðin um að fella konungsríkið. Afleiðingar eins spils munu bergmála í spilunum sem fylgja á eftir, breyta afurðunum sem eru í boði og aðgerðum sem þið getið gert, jafnvel breytt sigurskilyrðinu í grunni spilsins. Ef leikmaður tekur völdin með því að bjóða stjórnleysi og vantrausti í dans, þá þurfið þið í næstu spilum að sætta ykkur við land þar sem þjófar og smámunasamir stríðsherrar slást um völdin. Í seinna spili gæti stríðsherra reynt að stofna ættarveldi, þar sem kynslóð eftir kynslóð þeirra stjórnar landinu, eða er steypt af hræðilegum sérstrúarsöfnuði. Í Oath eru engin framleiðslutrikk, öpp sem stjórna gangverkinu, eða aðrar framleiðslubrellur. Það er hægt að núllstilla spilið hvenær sem er, og það þarf ekki sami hópurinn að spila það allan tímann. Þú gætir notað einmennings-reglurnar til að spila nokkrar kynslóðir aðra vikuna og svo nota sama spilið á laugardegi með félögunum. Það er engin skrifuð saga eða ákveðnir endapunktar. Sagan sem verður til í Oath er jafn einstök og leikmennirnir sem búa hana til. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2022 American Tabletop Complex Games - Tilnefning 2021 Golden Geek Most Innovative Board Game - Sigurvegari 2021 Golden Geek Heavy Game of the Year- Tilnefning 2021 Golden Geek Best Thematic Board Game - Tilnefning 2021 Golden Geek Best Board Game Artwork & Presentation - Tilnefning 2021 Cardboard Republic Daredevil Laurel - Tilnefning https://youtu.be/h8T4OzGTuL8 https://youtu.be/QI9Fr4Dm8ec