Vörumynd

Október vettlingar

Þessir æðislegu vettlingar eru hannaðir af Guðlaugu í tilefni Bleiks októbers 2021. Hér nýtur tvíbandaprjón sín mjög vel en sýnishornið er prjónað úr litnum Eir en sá litur er einnig hannaður í tilefni Bleiks októbers, nafnið Eir á sérlega vel við þar sem Eir er nafn lækningagyðju, og litnum Tilgangurinn (dekkri liturinn). Garn: Hvaða garn sem er sem er í dk grófleika, sem dæmi mætti nota Merin…
Þessir æðislegu vettlingar eru hannaðir af Guðlaugu í tilefni Bleiks októbers 2021. Hér nýtur tvíbandaprjón sín mjög vel en sýnishornið er prjónað úr litnum Eir en sá litur er einnig hannaður í tilefni Bleiks októbers, nafnið Eir á sérlega vel við þar sem Eir er nafn lækningagyðju, og litnum Tilgangurinn (dekkri liturinn). Garn: Hvaða garn sem er sem er í dk grófleika, sem dæmi mætti nota Merino DK , Merino Nylon DK , Tweed DK eða True Merino DK Litir: Þú þarft tvo liti. Sýnishornið er prjónað úr Eir (ljósbleiki liturinn) og Tilgangurinn (dekkri liturinn) Prjónastærð: Númer 4.0mm eða sú stærð sem þú nærð prjónfestu með, td 4.5mm ef þú prjónar fast og 3.5mm ef þú prjónar laust. Prjónfesta: 26L yfir 10cm, slétt prjón Áhöld: Þrjú prjónamerki og frágangsnál Aðferðir: Vettlingarnir eru prjónaðir með "magic loop"aðferðinni. Einnig er hægt að nota sokkaprjóna. Stærðir: Ein stærð

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.