Þessi bók inniheldur safn íslenskra orða sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og mér finnst vera léleg. Ég kalla þau fúskyrði og óorð.
Ég gagnrýni líka aðeins þá galla sem mér finnst vera á því kerfi sem við notum til að byggja upp og viðhalda íslenskunni. Mér finnst hún alltof karllæg. Þann galla nefni ég kynvanda. Mér finnst nýyrðasmíðin orðin helst til einstrengingsleg og mörg þeirr…
Þessi bók inniheldur safn íslenskra orða sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og mér finnst vera léleg. Ég kalla þau fúskyrði og óorð.
Ég gagnrýni líka aðeins þá galla sem mér finnst vera á því kerfi sem við notum til að byggja upp og viðhalda íslenskunni. Mér finnst hún alltof karllæg. Þann galla nefni ég kynvanda. Mér finnst nýyrðasmíðin orðin helst til einstrengingsleg og mörg þeirra orða sem verið er að búa til ekki nógu góð, illa hugsuð og óbrúkleg.
Ég elska mitt móðurmál af öllu hjarta. Mér finnst fallegt að búa til nýyrði úr samsettum gömlum orðum. Ekki er ég heldur neinn hatursmaður fjölbreyttra samheita. En það hljóta öll að viðurkenna að t.d. orðið bílaleigubíll er bullorð.
Íslenska er gott mál. Hún er dýrgripur sem við megum ekki glata. Tungumál deyja alltaf í þögn. Við eigum öll að hafa skoðun á tungumálinu okkar og vera óhrædd við að viðra þær. Þessi bók er innlegg í þá umræðu. Það er í krafti kærleika sem ég leyfi mér þennan derring. Áfram allskonar!
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.