Í þessari áhugaverðu og glæsilegu bók sækja matgæðingarnir Sigrún Óskarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir hugmyndir að spennandi og girnilegum réttum á söguslóðir Biblíunnar. Hráefnið er hins vegar úr íslenskri náttúru til sjávar og sveita. Sá matur sem borinn er hér á borð er einfaldur og heilsusamlegur en um leið kitlandi og framandi. Krydd, litir, bragð, gleði og fjölbreytni eru í öndvegi …
Í þessari áhugaverðu og glæsilegu bók sækja matgæðingarnir Sigrún Óskarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir hugmyndir að spennandi og girnilegum réttum á söguslóðir Biblíunnar. Hráefnið er hins vegar úr íslenskri náttúru til sjávar og sveita. Sá matur sem borinn er hér á borð er einfaldur og heilsusamlegur en um leið kitlandi og framandi. Krydd, litir, bragð, gleði og fjölbreytni eru í öndvegi og áhersla er lögð á að skapa ánægjulega stemningu við veisluborðið.
Þær Sigrún og Kristín Þóra töfra hér fram ómótstæðilega rétti sem freista, seðja og gleðja í senn.
„Himneskar uppskriftir og sérlega bragðgóð skemmtun að fletta þessari matreiðslubók.“ Sigurlaug M. Jónasdóttir, matgæðingur
Orð, krydd & krásir er 169 blaðsíður að lengd. Lóa Auðunsdóttir og Birna Geirfinnsdóttir hönnuðu innsíður og kápu. Sigurjón Ragnar sá um ljósmyndun og myndvinnslu. Bókin er prentuð í Odda.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.