Orða er nýtt íslenskt spil fyrir alla fjölskylduna, orðaleikur sem gengur út á að lýsa, útskýra og tengja við algeng orð. Í spilinu eru notuð fjölmörg orð sem hafa fleiri en eina merkingu sem gerir möguleika leikmanna fjölbreytta. Spilið inniheldur 400 spjöld. Orða leyfir leikmönnum að nota íslensk orð á ýmsa vegu, vitna í atburði, fólk og fyndni. Í spilinu skiptast leikmenn á að vera í hlutverki…
Orða er nýtt íslenskt spil fyrir alla fjölskylduna, orðaleikur sem gengur út á að lýsa, útskýra og tengja við algeng orð. Í spilinu eru notuð fjölmörg orð sem hafa fleiri en eina merkingu sem gerir möguleika leikmanna fjölbreytta. Spilið inniheldur 400 spjöld. Orða leyfir leikmönnum að nota íslensk orð á ýmsa vegu, vitna í atburði, fólk og fyndni. Í spilinu skiptast leikmenn á að vera í hlutverki forseta sem hefur eina mínútu til að lýsa lykilorði spjaldsins. Lykilorðin eru algeng og fjölbreytt íslensk orð, mörg með fleiri en eina merkingu. Fimm bannorð eru á hverju spjaldi sem forsetinn má ekki nota til að lýsa lykilorðinu. Aðrir leikmenn keppast við að giska á lykilorð forsetans. Hér eru framíköll æskileg og leyfileg! Leturgerðin á spilaspjöldunum heitir OpenDyslexic og er er sérstaklega hönnuð fyrir lesblinda og er óhefðbundin með tilliti til stafagerðar. Með því að hafa þetta letur á spilinu vill framleiðandi kynna tilveru þess í von um að það nýtist öllum sem það gagnast, og líka auðvelda lesblindum að njóta þess að spila frekar en að hafa áhyggjur af því lesa orðin.