Anna Rósa mælir með að nota allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.
Magn: Rauðsmári og gulmaðra 200 ml, græðikrem 15 ml og sárasmyrsl 15 ml.
Notkun – Rauðsmári og gulmaðra: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Notkun – Græðikrem: Berðu ríkul…
Anna Rósa mælir með að nota allar vörurnar í þessu pakkatilboði samhliða í a.m.k. einn til þrjá mánuði til að ná sem mestum árangri.
Magn: Rauðsmári og gulmaðra 200 ml, græðikrem 15 ml og sárasmyrsl 15 ml.
Notkun – Rauðsmári og gulmaðra: 1 tappi þrisvar á dag fyrir eða eftir mat. Blandist í vatn, safa eða jurtate. Hristist fyrir notkun.
Notkun – Græðikrem: Berðu ríkulega á viðkomandi svæði þrisvar á dag eða oftar. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. andlit, hársvörð og í kringum augu. Gengur mjög fljótt inn í húðina.
Notkun – Sárasmyrsl: Berðu ríkulega á viðkomandi svæði. Mælt er með að bera sárasmyrsli á kvölds og morgna og græðikremið þrisvar eða oftar yfir daginn. Má nota á allan líkamann, þ.m.t. viðkvæma slímhúð, andlit, hársvörð og í kringum augu.
Formúla: 100% náttúrulegar vörur handunnar af Önnu Rósu grasalækni. Íslenskar jurtir og lífræn hráefni í hæsta gæðaflokki. Án glúteins og ekki prófað á dýrum. Inniheldur EKKI parabena, kemísk ilmefni, parafín, jarðolíur, súlföt, PEGs, TEA, DEA, ftalöt, GMO, sílíkon, skordýraeitur, litarefni eða mögulega krabbameinsvalda.
Geymsluþol: Tinktúran Rauðsmári og gulmaðra er með 5 ára endingartíma og við ábyrgjumst 1 árs endingu eftir opnun. Græðikremið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Sárasmyrslið er með 2 ára endingartíma og við ábyrgjumst 6 mánaða endingu eftir opnun. Vörurnar eru framleiddar oft og í litlu magni til að tryggja ferskleika. Geymist við stofuhita.
Varúð: Rauðsmári og gulmaðra: Geymist þar sem börn ná ekki til. Ekki ráðlagt fyrir þungaðar konur, konur með börn á brjósti, fólk með áfengisvandamál, fólk undir 20 ára aldri eða ef grunur leikur á jurtaofnæmi. Fæðubótarefni koma ekki í stað lyfja né fjölbreyttrar fæðu.
Tinktúrur eru aldagömul vinnsluaðferð grasalækna þar sem virk efni úr lækningajurtum eru leyst upp í vínanda. Anna Rósa tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar á ómenguðum svæðum, en tinktúrurnar eru að langmestu leyti úr ferskum jurtum. Erlendar lækningajurtir eru undantekningarlaust lífrænt vottaðar.#fusion-testimonials-337 a{border-color:#747474;}#fusion-testimonials-337 a:hover, #fusion-testimonials-337 .activeSlide{background-color: #747474;}.fusion-testimonials.classic.fusion-testimonials-337 .author:after{border-top-color:#f9f9f9 !important;}Dóttir mín sjö mánaða hefur verið með afar slæmt exem og eins og þú sérð á myndinni þá hefur það orðið að slæmu sári á hnéinu hennar, en ég er búin að vera í miklu veseni að finna eitthvað krem sem virkar. Ég er búin að nota græðikremið þitt í viku núna, ber á hana þrisavar á dag og árangurinn er ótrúlegur og exemið svo gott sem farið allstaðar. Ég get bara sagt takk fyrir okkur og takk fyrir alla þína vinnu sem liggur í því sem þú gerir! Berglind Karen Ingvarsdóttir #fusion-testimonials-338 a{border-color:#747474;}#fusion-testimonials-338 a:hover, #fusion-testimonials-338 .activeSlide{background-color: #747474;}.fusion-testimonials.classic.fusion-testimonials-338 .author:after{border-top-color:#f9f9f9 !important;}Ég er með sólarexem og í fyrra var ég orðin það slæm að engin krem voru að virka fyrir mig, en þegar ég hef verið erlendis í sól hefur þurft að sprauta mig niður með sterum. Í fyrra kynnist ég hinsvegar tinktúrunni Rauðasmára og gulmöðru og vá hvað hún virkaði og er mikil snilld, ég gat notið þess að vera í sólinni í fyrsta skipti í langan tíma og sólarexemið hvarf bara! Ég tók hana inn yfir sumarið og núna er ég byrjuð að taka hana aftur inn til undirbúa mig fyrir sólina. Karen Ásta Friðjónsdóttir #fusion-testimonials-339 a{border-color:#747474;}#fusion-testimonials-339 a:hover, #fusion-testimonials-339 .activeSlide{background-color: #747474;}.fusion-testimonials.classic.fusion-testimonials-339 .author:after{border-top-color:#f9f9f9 !important;}Græðikremið frá Önnu Rósu hefur virkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég hef líka tekið inn tinktúruna Rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir tölverða streitu og vinnuálag. Kristleifur Daðason #fusion-testimonials-340 a{border-color:#747474;}#fusion-testimonials-340 a:hover, #fusion-testimonials-340 .activeSlide{background-color: #747474;}.fusion-testimonials.classic.fusion-testimonials-340 .author:after{border-top-color:#f9f9f9 !important;}Í 36 ár hef ég glímt við sóríasis og hef lengi leitað að græðandi kremi sem hefði gagnger áhrif á sjúkdóminn. Hef sennilega eins og flestir sóríasissjúklingar prófað öll þau krem sem nöfnum tjáir að nefna. Græðikremið frá Önnu Rósu grasalækni er fyrsta kremið sem hefur á áhrifaríkan og viðvarandi hátt dregið úr bólgum í sárunum og þar sem húðin er þynnst eru blettirnir á undanhaldi. Það er auk þess hæfilega feitt, þannig að ég get borUpplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.