Vörumynd

Pavo Podo Junior múslí fyrir folöld

Um Pavo Podo®Junior

Samhliða hreyfingu og erfðum er fóðrun einn af stóru þáttunum þegar kemur að OC og OCD í hestum sem allir vilja forðast. Jafn og þéttur vöxtur ásamt góðu framboði steinefna í réttum hlutföllum eru lykilatriði. Með Podo Junior múslífóðri, fæst sá stuðningur sem folald þarf til framtíðarheilbrigðis og afreka.

Stöðugur vöxtur

Folöld vaxa hratt fyrstu árin. …

Um Pavo Podo®Junior

Samhliða hreyfingu og erfðum er fóðrun einn af stóru þáttunum þegar kemur að OC og OCD í hestum sem allir vilja forðast. Jafn og þéttur vöxtur ásamt góðu framboði steinefna í réttum hlutföllum eru lykilatriði. Með Podo Junior múslífóðri, fæst sá stuðningur sem folald þarf til framtíðarheilbrigðis og afreka.

Stöðugur vöxtur

Folöld vaxa hratt fyrstu árin. Vöxtur er af hinu góða ef hann er jafn og stöðugur. Þegar folald stækkar of hratt og óreglulega er hætta á röskun í beinaþroska. Þetta getur aukið líkur á liðavandamálum síðar meir.

Orka og prótein eru lykilþættir fyrir heilbrigðan vöxt. Pavo Podo Junior leggur til orku úr fjölbreyttri blöndu af fituefnum, trefjum og þöndu korni. Orkan er hæglosuð, sem tryggir jafnara orkuframboð. Æskilegt próteinmagn styður jafnframt við heilbrigðan vöðvaþroska.

Podo®: sannreynt fyrir heilbrigði beina

Pavo hefur lagt í mikla rannsóknarvinnu á því hvernig fóður hentar best í ræktunarstarfi og upp úr henni sprettur Pavo Podo hugmyndafræðin. Pavo Podo hugmyndafræðin samanstendur af einstæðri fjölblöndu steinefna og snefilefna, sem sýnt hefur verið fram á að dragi úr líkum á að ung hross þrói með sér OC og OCD um 50%. Pavo Podo Junior er byggt á Podo hugmyndafræðinni og samsett til að styðja við beinaþroska eins og best verður á kosið.

Annar stuðningur

Til frekari stuðnings við meltingu er Podo Junior auðugt af trefjum. Vegna þess hægir á inntöku fóðursins og tyggitími lengist, sem eykur munnvatnsmyndun. Munnvatn er mikilvægt til að minnka sýrustigssveiflur og draga úr sýringu magans. Það skiptir máli hvaða trefjar eru valdar í þessum tilgangi og samsetning þeirra í Podo Junior er sérþróuð til að fyrirbyggja að trefjarnar hafi neikvæð, ertandi áhrif á veggi magans.

15 kg í poka.

Fóðrunarleiðbeiningar

Má gefa folöldum og tryppum frá 3ja vikna aldri til 3ja ára.

Daglegur skammtur m.v. 300 kg lífþunga fullvaxta.

  • 1. mánuður: 0,5 kg
  • 2. mánuður: 0,6 kg
  • 3. mánuður: 0,8 kg
  • 4. mánuður: 0,9 kg
  • 5. mánuður: 1,1 kg
  • 6. mánuður: 1,2 kg
  • 7-17 mánaða: 1,0 kg
  • 18-30 mánaða: 0,75 kg
  • Eftir 30-36 mánaði skal skipta rólega yfir í fóður fyrir fullvaxna hesta.

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.