Í Quacks of Quedlinburg (Skottulæknarnir frá Selfossi), eru leikmenn loddarar — eða skottulæknar — sem blanda leynidrykkinn sinn með einum hlut í einu. Gættu að því hverju þú bætir við, því klípa af þessu eða hinu gæti eyðilagt blönduna! Hver leikmaður hefur sinn poka af innihaldsflísum. Í hverri umferð draga allir flísar á sama tíma upp úr pokanum sínum og bæta í pottinn sinn. Þeim mun hærri sem…
Í Quacks of Quedlinburg (Skottulæknarnir frá Selfossi), eru leikmenn loddarar — eða skottulæknar — sem blanda leynidrykkinn sinn með einum hlut í einu. Gættu að því hverju þú bætir við, því klípa af þessu eða hinu gæti eyðilagt blönduna! Hver leikmaður hefur sinn poka af innihaldsflísum. Í hverri umferð draga allir flísar á sama tíma upp úr pokanum sínum og bæta í pottinn sinn. Þeim mun hærri sem talan á flísinni er, þeim mun lengra kemst hún í iðu pottarins. Reyndu á heppni þína eins og þú getur, en ef þú setur of mikið af kirsuberjabombum, þá springur potturinn þinn! Við lok hverrar umferðar fá leikmenn stig og pening til að kaupa nýjar flísar í pokann sinn. En leikmenn sem sprengdu pottinn sinn þurfa að velja á milli stiga og peninga — ekki bæði! Leikmaðurinn sem er með flest stig eftir níu umferðir sigrar spilið. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2018 Kennerspiel des Jahres - Sigurvegari 2018 Golden Geek Board Game of the Year - Tilnefning 2018 Golden Geek Best Family Board Game - Sigurvegari 2018 Cardboard Republic Daredevil Laurel - Sigurvegari https://youtu.be/QeFod5khsaI