Vörumynd

Rauða minnisbókin

Sofia Lundberg

Doris óx upp við þröngan kost í Stokkhólmi á þriðja áratug síðustu aldar. Þegar hún var tíu ára gömul gaf faðir hennar henni rauða minnisbók en í hana skyldi hún skrá nöfn allra sem skiptu hana máli í lífinu. Níutíu og sex ára gömul, nánast vina- og fjölskyldulaus, ákveður Doris að skrifa sögu sína byggða á minnisbókinni.

Hún hverfur á vit viðburðaríks lífs, til Parísar, New York og Englands…

Doris óx upp við þröngan kost í Stokkhólmi á þriðja áratug síðustu aldar. Þegar hún var tíu ára gömul gaf faðir hennar henni rauða minnisbók en í hana skyldi hún skrá nöfn allra sem skiptu hana máli í lífinu. Níutíu og sex ára gömul, nánast vina- og fjölskyldulaus, ákveður Doris að skrifa sögu sína byggða á minnisbókinni.

Hún hverfur á vit viðburðaríks lífs, til Parísar, New York og Englands, frá fjórða áratugnum gegnum seinni heimsstyrjöldina og til nútímans; og til mannsins sem hún glataði en gat aldrei gleymt.

Rauða minnisbókin er einstök örlagasaga konu sem þurfti að þola eymd og ósigra en náði einnig að njóta frægðar og frama. Og yfir og allt um kring er átakasaga Evrópu á öldinni sem leið.

„Minningar, ást og vinir í stórfenglegri sögu. Einkunn: AAAA“ – Allas

„Skrifuð af ást og sögð af gleði. Auðvelt að njóta þessarar sögu.“ – Fredrik Backman

„Líkist einna helst Gamlingjanum sem skreið út um gluggann þar sem kona er í aðalhlutverki. Magnaðar og skemmtilegar frásagnir sem saman mynda ævisögu Dorisar. Lesið, njótið og verðið viðbúin því að fella nokkur tár.“ – Blekinge Läns Tidning

„Frábær bók um ást, hamingju og sorg.“ – Boktokig

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.