Vörumynd

Saga Borgarættarinnar

Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson fæddist á Valþjófsstöðum í Fljótsdal árið 1889. Hann hélt ungur til Danmerkur þar sem hann gekk á lýðháskóla en það var eina leiðin sem fátækur piltur frá Austfjörðum sá til að mennta sig.

Gunnar ákvað snemma að gerast rithöfundur á danska tungu vegna þess að íslenskan var töluð af fámennri þjóð. En frægð og frami komu ekki fyrirhafnarlaust. Hann sendi frá sér skáldsögu og …

Gunnar Gunnarsson fæddist á Valþjófsstöðum í Fljótsdal árið 1889. Hann hélt ungur til Danmerkur þar sem hann gekk á lýðháskóla en það var eina leiðin sem fátækur piltur frá Austfjörðum sá til að mennta sig.

Gunnar ákvað snemma að gerast rithöfundur á danska tungu vegna þess að íslenskan var töluð af fámennri þjóð. En frægð og frami komu ekki fyrirhafnarlaust. Hann sendi frá sér skáldsögu og ljóðabók en hvorug vakti athygli en á nýársdag árið 1912 flutti hann í lítið kvistherbergi í Kaupmannahöfn og skrifaði á fáum mánuðum fyrsta bindið af Sögu Borgarættarinnar. Um vorið tók hið fornfræga forlag Gyldendal bókina til útgáfu. Þar með var ísinn brotinn og glæstur ferill Gunnars hófst.

Vinsældir Borgarættarinnar voru slíkar að sagan var fljótlega þýdd á önnur tungumál og Nordisk Film gerði kvikmynd eftir henni sem tekin var upp á Íslandi 1919. Hún var á þeim tíma ein dýrasta mynd sem sá framleiðandi hafði ráðist í.

Næstu áratugi var Gunnar einn vinsælasti höfundur Evrópu og þóttu tök hans á danskri tungu með ólíkindum. Verk hans voru þýdd á fjölmörg tungumál og seldust í stórum upplögum. Samkvmt Stóru dönsku alfræðibókinni var hann einn fárra höfunda sem rituðu á danska tungu á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar sem sköpuðu sér umtalsverðar tekjur.

Meðal vinsælustu verka Gunnars má nefna Fjallkirkjuna, Aðventu, Sælir eru einfaldir, Svartfugl – og Sögu Borgarættarinnar. Höfundarferillinn spannar um tvo tugi skáldsagna, óteljandi smásögur, fáein leikrit, töluvert af kvæðum og ógrynni greina og fyrirlestra.

Þó að Gunnar hafi búið í Danmörku og skrifað á dönsku um áratuga skeið var hugur hans ætíð bundinn föðurlandinu. Sögur hans gerðust á Íslandi og hann vildi veg Íslands sem mestan. Hann flutti heim árið 1939 og settist að á Skriðuklaustri. Nokkrum árum síðar, þegar forsendur fyrir stórbúrekstri var brostinn, gaf hann íslenska ríkinu jörðina og flutti til Reykjavíkur.

Saga Borgarættarinnar fékk mikið lof þegar hún kom út og naut gífurlegra vinsælda. Í sögunni dregur Gunnar upp lifandi mynd af íslensku samfélagi um aldamótin 1900 en umfram allt er þetta dramatísk ástar- og örlagasaga.

Saga Borgarættarinnar kom fyrst út á íslensku á árunum 1915-18. Hún var þrívegis endurútgefin, síðast árið 1973. Nú, rúmlega fjörutíu árum síðar, ræðst Bjartur í að gefa söguna út á ný – og fannst mörgum kominn tími til.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.