Vörumynd

Sailor Jellyfish, Fjólublá-gegnsær Blekpenni.

Gamla Bókabúðin

Sailor pennarnir urðu fyrst til árið 1911 þegar verkfræðingur frá Hiroshima sá breskan blekpenna frá sjómanni sem hafði verið í siglinum þar. Í framhaldi af því ákvað verkfræðingurinn Kyugoro Sakata að framleiða fyrstu japönsku blekpennana, sem við þekkjum í dag sem Sailor penna.

Sailor pennarnir eru þekktir um allan heim fyrir einstaklega vandaða odda sem hafa frábæra skriftareig…

Sailor pennarnir urðu fyrst til árið 1911 þegar verkfræðingur frá Hiroshima sá breskan blekpenna frá sjómanni sem hafði verið í siglinum þar. Í framhaldi af því ákvað verkfræðingurinn Kyugoro Sakata að framleiða fyrstu japönsku blekpennana, sem við þekkjum í dag sem Sailor penna.

Sailor pennarnir eru þekktir um allan heim fyrir einstaklega vandaða odda sem hafa frábæra skriftareiginleika, enda framleiddir í japan þar sem fínleiki, nákvæmni og vandað handbragð á sér mikla og langa sögu.

Sailor Jellyfish blekpennarnir eru framleiddir í takmörkuðu upplagi í takmarkaðan tíma. Pennarnir koma í fimm gegnsæjum, glitrandi litum, líkt og marglitur heimsins, sem telur yfir 3000 tegundir. Penninn er í millistærð og einstaklega skemmtilegur penni sem er tilvalinn fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í blekpennaveröldinni ásamt því að vera skemmtilegur í safn þeirra sem eiga aldrei nóg af blekpennum.

Penninn er með 14kt gulloddi að hætti Sailor. Pennin notar Sailor blekhylki og einnig er hægt að setja Sailor Blekpumpu í pennan.

Penninn er 13,5cm langur og 17 grömm. Oddur: Miðlungs-Fínn. (Ath að japanskir oddar eru fíngerðari en evrópskir oddar)

Penninn kemur í fallegri gjafaöskju.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.