Vörumynd

Salora WMR3350 Mini Washing Mashine

Salora

Salora WMR3350 er tilvalin þar sem plássið er af skornum skammti fyrir þvottavél í fullri stærð. Þessi smáa en knáa þvottavél er 56 cm á hæð og 39,5 cm á breidd. Þvottavélin er hentar mjög vel fyrir litlar stúdíóíbúðir, eins og eru t.a.m. á stúdentagörðum. Auðvelt er að koma þvottavélinni fyrir í hjólhýsi eða húsbíl - og þannig er hægt að vera algjörlega óháð(ur) því að þurfa að nýta sér þéttbó…

Salora WMR3350 er tilvalin þar sem plássið er af skornum skammti fyrir þvottavél í fullri stærð. Þessi smáa en knáa þvottavél er 56 cm á hæð og 39,5 cm á breidd. Þvottavélin er hentar mjög vel fyrir litlar stúdíóíbúðir, eins og eru t.a.m. á stúdentagörðum. Auðvelt er að koma þvottavélinni fyrir í hjólhýsi eða húsbíl - og þannig er hægt að vera algjörlega óháð(ur) því að þurfa að nýta sér þéttbókaða leiguþvottavélina á tjaldsvæðum landsins. Hægt er að þvo allt að 3 kg af þvotti í þvottavélinni. Þegar þeytivindan er notuð er sér þeytivindutromlu komið fyrir í þvottavélinni sem tekur allt að 2 kg. Mælst er til að einungis sé notað umhverfisvænt þvottaefni á tjaldsvæðum landsins.


Kostir

  • Lágvær rafmótor sem gefur af sér minni titring.
  • Mjög lítið þvottaefni (ein teskeið) þarf í hvern þvott.
  • Nett og létt í meðförum
  • Handfang á bakhliðinni til að bera hana auðveldlega á milli staða


Notkun
Þvottavélin er ekki sjálfvirk, því þarf að setja rétt magn af heitu vatni í þvottavélina til að þvo og síðan kalt vatn til að skola.

Tæknilegar upplýsingar

  • Hæð: 56 cm
  • Breidd: 39,5 cm
  • Dýpt: 39,5 cm
  • Hurð: topphlaðin
  • Litur: hvít
  • Þyngd: 5,5 kg
  • Staða: frístandandi
  • Lengd frárennslisbarka: 0,4 m
  • Lengd inntaksbarka: 1,2 m
  • Aflgjafi: 220 W rafmagn
  • Straumsnúra: 1,5 m
  • Þvottamagn: 4,6 kg
  • Fjöldi þvottaþrepa (program): 1
  • Hámarks lengd þvottar: 15 mínútur
  • Hraði: 350 snúningar á mínútu
  • Hávaðastig: 58 db
  • Orkustig: A+

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.