Kids Ride Shotgun var stofnað af litlum hópi foreldra á Nýja-Sjálandi sem hafa ástríðu fyrir hjólreiðum og útivist. Það var þeim þyrnir í augum að geta ekki tekið yngri börnin með í lengri fjallahjólaferðir. Þá hófst hugmynda- og hönnunarvinna og úr varð Shotgun barnasætið. Það hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan.
Upphaflega barnasætið sem hefur hjálpað þúsund…
Kids Ride Shotgun var stofnað af litlum hópi foreldra á Nýja-Sjálandi sem hafa ástríðu fyrir hjólreiðum og útivist. Það var þeim þyrnir í augum að geta ekki tekið yngri börnin með í lengri fjallahjólaferðir. Þá hófst hugmynda- og hönnunarvinna og úr varð Shotgun barnasætið. Það hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan.
Upphaflega barnasætið sem hefur hjálpað þúsundum barna um allan heim að kynnast fjallahjólreiðum. Sætið er einfalt að festa og fjarlægja, og er hannað til að passa börnum frá 2-5 ára aldri, allt að 22 kg. Með stillanlegri fótbreidd, hnakkastöðu og verndandi gúmmíklæðningu er sætið öruggt fyrir stellið. Uppsetningin tekur aðeins 3-4 mínútur með Allen-lykli, og þú getur auðveldlega skipt á milli hjóla.
Nú geta yngstu börnin loksins komið með í fjallahjólaferðirnar!
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.