Vörumynd

Single Hand Scandi - Flotlína #4

Guideline
Single Hand Scandi frá Guideline er fjölhæf flotlína fyrir einhendur. Hún er hönnuð til að auðvelda  veltiköst – án þess að fórna fínni framsetningu. Hver lína er sérsniðin að sinni línuþyngd, þannig að léttari útgáfur skila mjúkri þurrfluguframsetningu á meðan þyngri útgáfur ráða vel við straumflugur og laxaflugur. Þrátt fyrir nafnið hentar hún einnig einstaklega vel í hefðbundin fluguköst, með …
Single Hand Scandi frá Guideline er fjölhæf flotlína fyrir einhendur. Hún er hönnuð til að auðvelda  veltiköst – án þess að fórna fínni framsetningu. Hver lína er sérsniðin að sinni línuþyngd, þannig að léttari útgáfur skila mjúkri þurrfluguframsetningu á meðan þyngri útgáfur ráða vel við straumflugur og laxaflugur. Þrátt fyrir nafnið hentar hún einnig einstaklega vel í hefðbundin fluguköst, með stöðugum línubug og góðri stjórn. Tæknilegir eiginleikar:
  • Sérsniðið keilusnið fyrir hverja línuþyngd
  • Þyngdin situr aftarlega í hausnum og mjókkar fram – auðveldar að mynda D-lykkju
  • Stuttur aftari hluti og meðhöndlunarhluti gefur jafnvægi og stöðugleika í köstum
  • Hvítur haus (vel sýnilegur en styggir síður fisk) og skærgul rennilína
  • Hentar fyrir silunga- og laxaflugur – alhliða lína fyrir flestar aðstæður
  • Hver lína er merkt, með lykkju á báðum endum
  • Framleidd án skaðlegra mýkingarefna
Tæknilýsing: Línuþyngd HauslengdHausþyngdHeildarlengd#48,8 m11 g30 m#59,4 m13 g30 m#69,6 m15 g30 m#710 m17 g32 m#810,5 m19 g32 m

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.