Vörumynd

Skuggahliðin jólanna

Eva María Jónsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir
Frá árdögum hafa menn haldið upp á sólhvörf, hörfandi skammdegi og hækkandi sól, og gert sér þá dagamun. Þar liggja rætur nútíma jólahalds sem tengist fæðingu Krists. En eins og nærri má geta tengdust ýmsar skuggavættir þeim tíma þegar myrkrið er mest, ekki síst á fámennri og strjálbýlli eyju við ysta haf. Einmitt þá fara á stjá alls kyns verur; tröll, huldufólk, skessur, draugar, jólaköttur og j…
Frá árdögum hafa menn haldið upp á sólhvörf, hörfandi skammdegi og hækkandi sól, og gert sér þá dagamun. Þar liggja rætur nútíma jólahalds sem tengist fæðingu Krists. En eins og nærri má geta tengdust ýmsar skuggavættir þeim tíma þegar myrkrið er mest, ekki síst á fámennri og strjálbýlli eyju við ysta haf. Einmitt þá fara á stjá alls kyns verur; tröll, huldufólk, skessur, draugar, jólaköttur og jólasveinar sem höfðu ekki alltaf gott í hyggju.
Skuggahliðin jólanna er safn kvæða og sagna sem finnast hljóðritaðar eftir nafngreindu fólki á liðinni öld. Efnið er varðveitt í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í islenskum fræðum. Bókin er ætluð foreldrum og börnum að lesa sama sér til skemmtunar og fróðleiks.
Eva María Jónsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir tóku efnið saman, en bókina prýða fjölmargar teikningar eftir Óskar Jónasson

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.