Stillanlegt hallabretti úr málmi frá Slant er sterkt og fjölbreytt gæða æfingatæki . Það er hannað fyrir fjölbreyttar æfingar frá teygjum og jafnvægisæfingum yfir í djúp framstig eða hnébeygjur . Nýtist í allar "hné yfir tær" æfingar (knees over toes). Þetta hallabretti er stillanlegt með fjórum mismunandi hallagráðum ( 6°, 12°, 18° og 24°). Svona stillingar bjóða upp á að skala æfingar fyrir…
Stillanlegt hallabretti úr málmi frá Slant er sterkt og fjölbreytt gæða æfingatæki . Það er hannað fyrir fjölbreyttar æfingar frá teygjum og jafnvægisæfingum yfir í djúp framstig eða hnébeygjur . Nýtist í allar "hné yfir tær" æfingar (knees over toes). Þetta hallabretti er stillanlegt með fjórum mismunandi hallagráðum ( 6°, 12°, 18° og 24°). Svona stillingar bjóða upp á að skala æfingar fyrir byrjendur eða mjög vant íþróttafólk. Býður upp á hagkvæma leið til að vinna gegn bólgumeinum í hnéskeljarsin ( JumpersKnee ) og til að styrkja veikleika í kringum ökkla og/eða hné. Brettið er einnig hægt að nýta til að auka sprengikraft og byggja upp vöðva í fótleggjum. Afar sterkbyggð járngrind sem þolir mikið álag. Stökkva hærra , hlaupa hraðar og beygja dýpra með hallabretti frá Slant. Upplýsingar um vöru: 4 hallagráður . 6°, 12°, 18° og 24°. Sterkbyggð járngrind prófuð fyrir 300kg. Gróft yfirborð fyrir betra grip. Gúmmítappar undir til minnka líkur á að brettið renni á gólfi . 50cm breiður standflötur býður upp á gott bil á milli fótleggja í hnébeygjum . Stillanlega hallabrettið stenst kröfur fyrir stöðvanotkun . Kemur í flötum kassa með leiðbeiningum .