Vörumynd

Smáréttir Mið-Austurlanda

Á þessu námskeiði förum við í ferðalag með bragðlaukana og kynnumst nokkrum smáréttum frá Mið-Austurlöndum. Þar eru þessir réttir gjarnan kallaðir "mezze" og eru oft borðaðir nokkrir saman með góðu brauði annað hvort á undan aðalrétti eða bara sem sjálfstæð máltíð. Á námskeiðinu lærum við að nota hin mildu og mjúku krydd sem eru notuð á þessum slóðum; kummin, kóriander, kanell, allspice, saffran,…
Á þessu námskeiði förum við í ferðalag með bragðlaukana og kynnumst nokkrum smáréttum frá Mið-Austurlöndum. Þar eru þessir réttir gjarnan kallaðir "mezze" og eru oft borðaðir nokkrir saman með góðu brauði annað hvort á undan aðalrétti eða bara sem sjálfstæð máltíð. Á námskeiðinu lærum við að nota hin mildu og mjúku krydd sem eru notuð á þessum slóðum; kummin, kóriander, kanell, allspice, saffran, sumac, granateplasíróp, saltar sítrónur, myntu, appelsínublómavatn og rósir og gefum ráð hvar er best að nálgast þessar vörur. Við byrjum á því að sýna ykkur hversu auðvelt er að gera "baklava", gómsæta köku sem er alltaf bökuð fyrir hátíðleg tilefni, t.d. brúðkaup. Síðan lögum við nokkra gómsæta smárétti, bæði grænmeti og lambakjöt og sláum upp veislu þar sem við smökkum á öllu því sem við höfum búið til og endum kvöldið á dýrindis sætindum, baklava, og apríkósum með labneh, rósavatni og pistasíum og drekkum myntute.Það sem við gerum á námskeiðinu:Muhammara sósaArabískt brauðEkta falafelbollurMalfouf hrásalatGrillað eggaldin með jógúrt, myntu og granateplumTaboulehGulrætur með marokkóskum kryddumSætkryddaðar lambabollur Tahini sítrónusósaBaklavaTyrkneskar apríkósur með þykku jógúrti (labneh), rósavatni og pistasíum

Verslaðu hér

  • Salt eldhús
    Salt eldhús 551 0171 Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.