Þrífðu þvottavélina þína. Fjarlægðu mosa og þörunga af pallinum/veröndinni og innkeyrslunni. Hreinsaðu vaskinn og frárennslisstíflur.
Þrífðu þvottavélina þína. Fjarlægðu mosa og þörunga af pallinum/veröndinni og innkeyrslunni. Hreinsaðu vaskinn og frárennslisstíflur.
Að þrífa þvottavélina
Þvottavélar safna í sig óhreinindum, kalki, bakteríum eins og E. coli og Staphylococcus aureus (MRSA). Gott er að hreinsa þvottavélina einu sinni í mánuði með Sodium Carbonate með Tea trea olíunni og hreinsa hana sem heldur henni í góðu standi, lengir líftíma þvottavélarinnar og bætir gæði þvottanna.
Viðbætt Tea Tree olían drepur bakteríur, er lykteyðandi og sveppaeyðandi.
Settu 500 gr af Sodium Carbonate með Tea Tree olíu beint í tóma tromluna og stilltu á heitt prógram.
Ef þvottavélin hefur sjaldan verið þrifin þá gæti komið í ljós svart sleipt jukk í tromlunni. Ekki hafa áhyggjur, þetta er merki um að duftið er að vinna vel við að losa uppsöfnuð óhreinindi. Endurtaktu ferið aftur til að klára hreinsunina.
Hreinsa vaskinn og frárennslisstífur (á heimilum)
Frárennsli og vaskar geta stíflast af fitu, sápu, hári og rusli. Ef þú verður var/vör við stíflu í vaskinum þínum helltu 1 ltr af sjóðandi vatni í niðurfallið í vaskinum, settu svo ca 250 gr af Sodium Carbonate með Tea Tree olíu í niðurfallið. Bættu við 0,5 ltr af sjóðandi vatni í niðurfallið og leyfðu því að fara niður. Þetta ætti að hreinsa pípuna en til öryggis skaltu hella einu katli af sjóðandi vatni í niðurfallið. Ef stíflan er enn til staðar, endurtaktu ferlið.
Reglulega má setja 1 bolla af duftinu og heitu vatni í niðurfallið í vaskinum til að koma í veg fyrir uppsafnaða fitu og óhreinindi.
Hreinsa mosa og þörunga
Pallar, verandir og innkeyrslur geta orðið hál vegna mosa og þörunga. Til að fjarlægja þá þarf að bleyta svæðið sem skal meðhöndla, strá Sodium Carbonate með Tea tree olíu vel yfir svæðið. Láttu standa í allt að tvo daga. Mosinn eða þörungarnir verða brúnir. Notaðu kúst eða skóflu til að fjarlægja dauða efnið.
Hreinsa pottar og pönnur
Sodium Carbonate er mjög áhrifaríkt við að fjarlægja brenndan mat og fasta fitu af pottum og pönnum.
Settu 1 bolla af duftinu í pottinn eða pönnuna (ekki nota á ál), bættu við sjóðandi vatni og leyfðu liggja yfir nótt. Tæmdu, skolaðu og þvoðu eins vanalega.
Þrífa flísar á baðherbergi eða í eldhúsi
Sodium Carbonate er mjög áhrifaríkt við að fjarlægja vatn og sápuleifar af flísum og fúgu. Með reglulegri notkun kemur það í veg fyrir uppsöfnun myglu, viðbætt tea tree olían er öflugur náttúrulegur sveppaeyðir.
Settu 2 msk af duftinu í uþb 2 lítra af heitu vatni, leyfið því að leysast upp og berið á flísalögð svæði með grófum klút. Nuddaðu vel og notaðu skrúbb á fúguna. Skolaðu af með heitu vatni og þurrkaðu með klút.
Þyngd: 500 gr.
Umbúðir: pappír
Innihaldsefni:
Sodium Carbonate, Tea tree essential oil.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.