Staurasteypa 15kg Upplýsingar Weber staurasteypa er frostþolin þurrsteypa sem er notuð til að festa niður girðingarstaura, útbúa undirstöður fyrir palla, festa niður trapólín og í allar gerðir sökkla undir hluti sem ekki eiga að losna. Weber staurasteypa er þurrsteypa úr sementi og ofnþurrkuðum sandi. Aðeins þarf að bæta við vatni til að hún sé tilbúin til notkunar. Steypuna má blanda ha…
Staurasteypa 15kg Upplýsingar Weber staurasteypa er frostþolin þurrsteypa sem er notuð til að festa niður girðingarstaura, útbúa undirstöður fyrir palla, festa niður trapólín og í allar gerðir sökkla undir hluti sem ekki eiga að losna. Weber staurasteypa er þurrsteypa úr sementi og ofnþurrkuðum sandi. Aðeins þarf að bæta við vatni til að hún sé tilbúin til notkunar. Steypuna má blanda handvirkt eða í trommlu. Weber staurasteypa kemur í 15kg pokum sem þola að vera úti í íslensku veðri. Notkun Til að ná steypulagi sem er 40-100mm þykkt, þarf að blanda 11-13% vatni saman við (1,65-1,95L af vatni í 15kg). Grafðu holu fyrir staurana. Gott er að reka steypustyrktarjárn niður í holuna við hlið staurs til að ná honum beinum og réttum halla/hornréttu milli margra staura. Einnig er gott að nota hólka, sem grafnir eru niður og steypt ofan í. Æskilegt er að blanda hana rétt fyrir notkun og í smáskömmtun, t.d. í hverja holu fyrir sig. Settu staur í holuna og helltu efninu í kring um staurinn þannig að holan fyllist af staurasteypu. Hér eru leiðbeiningar um hvernig best er að setja niður girðingarstaura Sjá nánar heimasíður Weber Við eigum til úrval múrefna - Sjáðu hér Þú færð gæða múrvörur í Múrbúðinni