Vörumynd

Stóra bókin um villibráð

Stóra bókin um villibráð er komin aftur eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Bókin er talsvert aukin og endurbætt og nýjum kafla um ferskvatnsfiska hefur verið bætt við.

Úlfar Finnbjörnsson hefur stundum verið nefndur villti kokkurinn, enda fer hann víða og stundar fjölbreytta veiðimennsku auk þess að vera matreiðslumeistari á heimsmælikvarða. Hann er sannkölluð fyrirmynd annarra veiðiman…

Stóra bókin um villibráð er komin aftur eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. Bókin er talsvert aukin og endurbætt og nýjum kafla um ferskvatnsfiska hefur verið bætt við.

Úlfar Finnbjörnsson hefur stundum verið nefndur villti kokkurinn, enda fer hann víða og stundar fjölbreytta veiðimennsku auk þess að vera matreiðslumeistari á heimsmælikvarða. Hann er sannkölluð fyrirmynd annarra veiðimanna og umgengst náttúruna af mikilli virðingu.

Úlfar töfrar fram ljúffenga veislurétti úr hreindýrum, sjávarspendýrum, ferskvatnsfiskum og þeim fuglategundum sem má veiða á Íslandi. Hann fjallar um allt sem viðkemur frágangi á bráðinni allt frá því hún er felld eða veidd; hvernig á að reyta, svíða, hamfletta, úrbeina, flaka og geyma. Til að nýta sem best allt hráefnið er kennt hvernig á að búa til kæfur, pylsur, súpur, soð og sósur.

Stóra bókin um villibráð er sannkallað alfræðirit fyrir alla veiðimenn og áhugafólk um nýtingu villibráðar, full af fróðleik og ómótstæðilegum sælkerauppskriftum.

Glæsilegar ljósmyndir eftir Karl Petersson prýða bókina, bæði af réttunum ásamt skýringamyndum af helstu verkunaraðferðum.

Teikningar eru eftir Jón Baldur Hlíðberg.

Útgáfuár: 2016, aukin og endurbætt

Gerð: Innbundin

Síðufjöldi: 312


Verslaðu hér

  • Salka
    Salka bókabúð og útgáfa 776 2400 Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.