Vörumynd

Street-food grænmetisréttir

Næstum hvar sem þú drepur niður fæti í heiminum finnurðu matarvagn á næsta götuhorni með eitthvað gómsætt að bjóða upp á. Á þessu námskeiði flökkum við um heiminn og eldum vinsælan götumat frá mismunandi löndum og einbeitum okkur að grænmeti. Við eldum nokkra spennandi rétti og kynnumst öllum ljúffengu sósunum og meðlætinu sem gerir götumat svo gómsætan. Við matreiðum tofu á spennandi máta eins o…
Næstum hvar sem þú drepur niður fæti í heiminum finnurðu matarvagn á næsta götuhorni með eitthvað gómsætt að bjóða upp á. Á þessu námskeiði flökkum við um heiminn og eldum vinsælan götumat frá mismunandi löndum og einbeitum okkur að grænmeti. Við eldum nokkra spennandi rétti og kynnumst öllum ljúffengu sósunum og meðlætinu sem gerir götumat svo gómsætan. Við matreiðum tofu á spennandi máta eins og Kínverjar elska að gera það og gerum karamelliseraða sósu með, er vonandi besta tofu sem þið hafið smakkað; steikjum mexíkóskar maístortillur og gerum djúsí fyllingar í þær; síðan indverskar dosa pönnukökur og fyllum með kryddaðri kartöflufyllingu og chutney; ferskar vorrúllur með grænmeti og núðlum og gerum súr-sæta sósu með; japanska “gyosa” dumplinga sem eru steiktir á pönnu og að síðustu fyllta filodeigs-böggla með ferskum kryddum og osti.   Á námskeiðinu eldum við:Tofu með pipar, djúpsteikt með súrsætri chilisósu – KínaMaístortillur og djúsí fyllingu fyrir þær - MexíkóMasala dosa með kryddaðri kartöflufyllingu og chutney - IndlandVorrúlla með fersku grænmeti og núðlum, súrsæt sósa – VietnamDumplingar “gyosa” – JapanBrivat, með ferskum kryddum og fetaostafyllingu - Marokkó

Verslaðu hér

  • Salt eldhús
    Salt eldhús 551 0171 Þórunnartúni 2, 105 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.