Körfurnar eru íslensk hönnun. Handofnar í Brama Town, Sierra Leone. Tágarnir eru unnar úr þurrkuðum bambusrunnum sem vaxa villtir í nágrenni við þorpið.
Fáanleg í mismunandi lögun og stærðum:
Körfurnar eru fáanlegar í 2 stærðum: lítil: hæð 32cm x breidd 22cm og stór: hæð 38cm x breidd 30cm.
Bastbalir með loki eru fáanlegir í 3 stærðum: lítíill: hæð 21cm x breidd 36cm, miðlu…
Körfurnar eru íslensk hönnun. Handofnar í Brama Town, Sierra Leone. Tágarnir eru unnar úr þurrkuðum bambusrunnum sem vaxa villtir í nágrenni við þorpið.
Fáanleg í mismunandi lögun og stærðum:
Körfurnar eru fáanlegar í 2 stærðum: lítil: hæð 32cm x breidd 22cm og stór: hæð 38cm x breidd 30cm.
Bastbalir með loki eru fáanlegir í 3 stærðum: lítíill: hæð 21cm x breidd 36cm, miðlungs hæð: 28 cm x breidd 43cm og stór: hæð 30cm x breidd 42cm.
Bastbalir án loks eru fáanlegir í 3 stærðum: lítill: hæð 22cm x breidd 36cm, miðlungs: hæð 32cm x breidd 36cm og stór hæð: 26cm x breidd 40cm.
Efnið er fengið úr skógi í kringum Brama Town í Sierra Leone eða frá nærliggjandi samfélögum, sem selja það vefurunum. Þeir byrja á að sníða það til, sem þýðir að þeir skera efnið í jafnar lengjur áður en þeir kljúfa það í sundur - fyrst í svera búta og síðan í fínar tágar. Efnið þarf þá að þorna í sólinni í að minnsta kosti 30 mínútur þó að þurrkunin geti tekið allt að tvo eða þrjá daga þegar blautt er. Þegar efnið er orðið nógu þurrt hreinsa vefararnir það og þá geta þeir loksins byrjað að vefa vöruna sína. Hver vara er svo ofin af þorpsbúum Brama Town sem hafa stundað þessa iðju frá blautu barnsbeini. Hver vara tekur langan tíma og mikla natni. Oft hefur verið erfitt að koma hugmyndum hönnuða í rétt form en með góðri og langri samvinnu hefur það ferli náð að þróast í réttan farveg.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.