Teheran, 1978: Nahid og Masood eru 18 ára gömul, ástfangin og byltingarsinnuð og staðráðin í að hrinda ríkisstjórn Íranskeisara og koma á lýðræði. Leynilegar aðgerðir þeirra eru hættulegar en ástríða og æskufjör gefur þeim kraft og áræði. Nótt eina leyfir Nahid yngri systur sinni að koma með þeim á fjölmenn mótmæli þar sem ofbeldi brýst út; Nahid missir tak á systur sinni og allt breytist ..…
Teheran, 1978: Nahid og Masood eru 18 ára gömul, ástfangin og byltingarsinnuð og staðráðin í að hrinda ríkisstjórn Íranskeisara og koma á lýðræði. Leynilegar aðgerðir þeirra eru hættulegar en ástríða og æskufjör gefur þeim kraft og áræði. Nótt eina leyfir Nahid yngri systur sinni að koma með þeim á fjölmenn mótmæli þar sem ofbeldi brýst út; Nahid missir tak á systur sinni og allt breytist ... Í kjölfarið neyðast Nahid og Masood til að flýja til Svíþjóðar til að tryggja öryggi sitt – og vegna þess að þau eiga von á barni. Þrjátíu árum seinna liggur Nahid á sjúkrahúsi, veik af krabbameini, og fer yfir líf sitt af dæmafárri hreinskilni þar sem allt er lagt undir. Þakkarskuld er margrómuð skáldsaga um ást, sekt og drauma um betri tíma, kraumandi af bæði áta kanlegri sorg og óslökkvandi lífsgleði.
Höfundurinn, Golnaz Hashemzadeh Bonde er fædd í Íran en uppalin í Svíþjóð.
„Lýsingar hennar eru átakanlegar og grípandi og frásögnin kemst vel til skila í lipurri þýðingu Páls Valssonar.“
**** Karl Blöndal, Morgunblaðinu
„
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.