Vörumynd

Þetta voru bestu ár ævi minnar - ljóð Jóns Kalman

Jón Kalman Stefánsson

Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, sem kom út í marsmánuði árið 1988, skrifar Jón Kalman Stefánsson í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár;

Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða.

Skáldi…

Þannig hljómaði niðurlagið á fyrstu gagnrýninni sem ég fékk á ljóðabókina mína, sem kom út í marsmánuði árið 1988, skrifar Jón Kalman Stefánsson í eftirmála þessa ljóðasafns sem hefur að geyma ljóðabækur hans þrjár;

Með byssuleyfi á eilífðina (1988), Úr þotuhreyflum guða (1989) og Hún spurði hvað ég tæki með mér á eyðieyju (1993) auk nokkurra áður óbirtra ljóða.

Skáldið gerir grein fyrir ólíkindalegri tilurð sinni í leiftrandi fjörugum eftirmála um bókmenntalíf Reykjavíkur og Sandgerðis á ofanverðri 20. öld.

Jón Kalman hefur verið þekktari sem skáldsagnahöfundur; fyrsta skáldsaga höfundar, Skurðir í rigningu , kom út árið 1996 og sú tólfta, Saga Ástu árið 2017. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Sumarljós, og svo kemur nóttin , árið 2005.

Verslaðu hér

  • Salka
    Salka bókabúð og útgáfa 776 2400 Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.