Á köldum degi hverfur lítil stúlka úr barnavagni í Reykjavík, fædd af íslenskri staðgöngumóður. Ellefu árum síðar deyr telpa úr mislingum og faðirinn vill jafna sakir við þann sem smitaði dótturina. Og kona finnst látin í yfirgefinni bifreið. Lögreglumaðurinn Huldar og Freyja sálfræðingur takast hér á við snúið mál þar sem ekkert er sem sýnist og yfir og allt um kring er þögn sem enginn vill rj…
Á köldum degi hverfur lítil stúlka úr barnavagni í Reykjavík, fædd af íslenskri staðgöngumóður. Ellefu árum síðar deyr telpa úr mislingum og faðirinn vill jafna sakir við þann sem smitaði dótturina. Og kona finnst látin í yfirgefinni bifreið. Lögreglumaðurinn Huldar og Freyja sálfræðingur takast hér á við snúið mál þar sem ekkert er sem sýnist og yfir og allt um kring er þögn sem enginn vill rjúfa.
Yrsa Sigurðardóttir er einn fremsti glæpasagnahöfundur samtímans. Hún hefur hlotið fjölmörg verðlaun og bækur hennar eru tíðir gestir á listum erlendra fjölmiðla og bóksala yfir bestu glæpasögur sem skrifaðar hafa verið.
„[Yrsa] býr til glæpavettvang, tengir saman ólíka hluti af kunnri snilld og úr verður jólasteikin Þögn að hætti hússins. Samskipti lögreglumannsins Huldars og sálfræðingsins Freyju ná nýjum hæðum .“ ★★★★ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu
„[Þögn} rígheldur lesandanum en snertir líka á umhugsunarverðum samfélagsmál- efnum.“ ★★★★ Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðinu
„Yrsa er drottning íslenskra glæpasagnahöfunda.“ Guardian
„Besti norræni glæpasagnahöfundurinn.“ Adresseavisen
„Verk Yrsu standast samanburð við það sem best gerist í glæpasögum samtímans, hvar sem er í heiminum.“ Times Literary Supplement
„Yrsa verður stöðugt betri og betri.“ Publishers Weekly
★★★★★
Politiken í Danmörku um Aflausn
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.