Þverá Flotlína
Þverá er kraftmikil og nákvæm flotlína fyrir einhendur, hönnuð sérstaklega með íslensk veiðisvæði í huga. Hún er með fremur stuttum skothaus (8,4–9,3 m eftir línuþyngd), sem hleður stöngina auðveldlega og gerir hana fullkomna fyrir nútímalegar grafítstangir með hröðum toppi. Línunni er afar auðvelt að kasta – jafnvel við krefjandi aðstæður þar sem pláss er takmarkað og vindur blæs á móti.Línan spannar breitt svið: hún er létt og nákvæm þegar þörf er á, en býður einnig upp á nægilegt afl í hvers konar aðstæðum. Hún flýtur hátt og hefur mjög sleipa kápu sem rennur mjúklega í gegnum lykkjur stangarinnar. Línunni er auðvelt að stjórna og lagfæra á vatni. Tvílituð hönnun hjálpar veiðimanni að tímasetja kastið og finna réttan hleðslupunkt. Skothausinn er gráleitur til að trufla síður fisk, en rennilínan appelsínugul og veitir góða yfirsýn, jafnvel í erfiðum birtuskilyrðum.
 Fjölhæfni, fágun og áreiðanleiki í einni línu
Þverá hentar öllum veiðimönnum, óháð reynslu, og virkar jafnt fyrir veltiköst sem hefðbundin fluguköst. Hún leggst mjúklega á vatnið og raskar því lítið, þrátt fyrir tiltölulega stuttan haus – sem gerir hana að fíngerðri en kröftugri línu í senn. Hún nýtist jafnt í andstreymisveiði í straumvötnum, við vatnsveiði með straumflugu eða þegar kasta þarf gárutúpu fyrir lax. Þverá er sannkölluð alhliða lína fyrir fjölbreyttar íslenskar aðstæður.
 Helstu eiginleikar:
 - 
  Stuttur skothaus sem hleður stöngina áreynslulaust
 
- 
  Frábær alhliða flotlína fyrir í lax- og silungsveiði
 
- 
  Má kasta með mjög þröngum línubug
 
- 
  Tvílituð hönnun fyrir betri stjórn og sjónræna yfirsýn
 
- 
  Virkar jafnt fyrir undir- og yfirhandarköst
 
- 
  Sterkar lykkjur á báðum endum fyrir skjót skipti
 
- 
  Sleip kápa, sterkur kjarni og ID-merking fyrir auðkenningu
 
- 
  Fáanleg í línuþyngdum #5–#8