Uppgefið verð er miðað við grunnútgáfu. Endanlegt verð ræðst af völdum aukahlutum og gengi við greiðslu.
Öll hjólin frá Tomcat SNI eru sérsmíðuð fyrir notandann og er afgreiðslutími því í samræmi við það eða að jafnaði 10 til 12 vikur frá pöntun.
Til að bóka prufu og mátun á hjóli vinnsamlegast sendu póst á info@mobility.is
Tomcat þríhjólin eru framleidd í Bretlandi. Mik…
Uppgefið verð er miðað við grunnútgáfu. Endanlegt verð ræðst af völdum aukahlutum og gengi við greiðslu.
Öll hjólin frá Tomcat SNI eru sérsmíðuð fyrir notandann og er afgreiðslutími því í samræmi við það eða að jafnaði 10 til 12 vikur frá pöntun.
Til að bóka prufu og mátun á hjóli vinnsamlegast sendu póst á info@mobility.is
Tomcat þríhjólin eru framleidd í Bretlandi. Mikið af yfir 30 nýjungum sem Tomcat hefur kynnt á markað hafa orðið að framleiðslustöðlum á heimsvísu.
Hjólin frá Tomcat SNI eru einstök að því leitinu til að þau eru sérsmíðuð og aðlöguð sérstaklega með þarfir notandans í huga og eru því frábrugðin hefðbundnum þríhjólum þar sem notandinn þarf að aðlaga sig að hjólinu.
Tomcat Roadhog þríhjólið er sniðugt og lipurt fjölgíra þríhjól ætlað sjálfstæðari notendum. Börn með vægar fatlanir sem eru þó með góðan styrk og gott grip munu elska það frelsi og sjálfstæði sem Roadhog hefur uppá að bjóða.
Með tvískiptum ramma " Make and Break ™" er auðvelt að taka hjólið í sundur til að flytja á milli staða eða til geymslu. Einnig er boði hraðtengi á afturhjól svo hægt sé að taka þau af til að auðvelda flutning.
Hægt er að breyta hjólinu í hjólavagn með "Trailer-Trike™" togstönginni á örfáum sekúndum. Með Trailer-Trike™ getur notandinn notið þess að hjóla með og þar af auki hvílt sig á milli.
Heimasíða framleiðanda
Eiginleikar:
Valmöguleikar:
Nýsköpun
Hönnun Roadhog byggist í grunninn á Tomcat Fizz þríhjólinu og býður einnig uppá að aðstoðarmenn hafi fulla stjórn á hjólinu með aðstoðarmannastýringu "Carer Control™". Roadhog vegur aðeins 15kg og er auðvelt að taka í sundur með tvískiptum ramma.
Hjólið er 8 gíra þríhjól sem gefur notendum færi á að upplifa meiri snerpu og hraða. Hvert Roadhog þríhjól er hannað og sérsmíðað fyrir notandann því eru mælingar og færnismat ávalt upphaf pöntunarferilsins. Fyrst þegar málin ásamt færnismati og mati á þeim stuðningsbúnaði sem þörf er á liggur fyrir er hafist handa við að smíða hjólið.
Öryggi og stjórnun
Aðstoðarmannastýring og aðstoðarmannabremsa gerir foreldrum eða aðstoðarmanni kleift að bæði stýra og bremsa ef þess er þörf. Stýrishandfangið og aðstoðarmanna bremsubandið eru auðveldlega sett á og tekið af. Með þessari stýringu er auðvelt að hafa yfirumsjón með notandanum og á sama tíma veita frelsi til þess að hjóla sjálfstætt.
Flutningur og geymsla
Roadhog hjólið er létt og hægt að fá með tvískiptum ramma sem notast við "
Make and Break
™" kerfið sem er einstakt kerfi frá Tomcat til að taka ramman í sundur sem tengir saman gírastýringuna á stýrinu aftur þegar hjólið er sett saman á ný. Hjólið er því frábrugðið öðrum yfirleitt þyngri og fyrirferðameiri sérhæfðum þríhjólum sem eru á markaði. Á auðveldan hátt er því hægt að taka hjólið í sundur til flutning eða til geymslu.
Vandræðalaust viðhald og notkun
Þessi einstaka hönnun á Roadhog hjólinu þýðir að það sé aðeins ein keðja milli pedalanna og drifsins sem er sambyggt við öxulinn sjálfan. Þessi tækni gerir hjólið töluvert léttara, snarpara og þægilegra í notkun ásamt því að lámarka allt viðhalda.
Bætt aðgengi
Snúnings hnakkurinn "
Swivel Saddle
™" auðveldar notandanum aðgengi að hjólinu. Hægt er að snúa sætinu til hliðar með einu handtaki. Í sameiningu með Transfer step™ Þrepinu er leikur einn fyrir notandann að komast af og á hjólið jafnvel án aðstoðar.
Ótal möguleikar
Hægt er að breyta hjólinu í hjólavagn með "Trailer-Trike™" togstönginni á örfáum sekúndum. Með Trailer-Trike™ getur notandinn notið þess að hjóla með og þar af auki hvílt sig á milli.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.