Gerður Kristný hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, enda hafa fáir viðlíka tök á blæbrigðum málsins. Ljóð Gerðar hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og við þau hafa verið samin tón- og leikverk. Fyrir bækur sínar hefur hún meðal annars hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóðabálkar Gerðar, Blóðhófnir, Drápa og …
Gerður Kristný hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, enda hafa fáir viðlíka tök á blæbrigðum málsins. Ljóð Gerðar hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og við þau hafa verið samin tón- og leikverk. Fyrir bækur sínar hefur hún meðal annars hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóðabálkar Gerðar, Blóðhófnir, Drápa og Sálumessa , hafa vakið aðdáun og athygli fyrir kröftug yrkisefni og frumlega framsetningu. Nýr ljóðabálkur eftir hana sætir því tíðindum.
Urta segir í fáum en áhrifamiklum orðum sögu af harðri lífsbaráttu á hjara veraldar.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.