Vörurnar frá Lagði eru íslensk hönnun. Verin eru jafnframt saumuð á Íslandi og kappkostað er að nýta þjónustu innlendra aðila hvað varðar aðföng og útfærslu eins og kostur er.
Verin frá Lagði eru tilvalin gjöf fyrir náttúruunnendur, eða þá sem vilja prýða heimili sitt með óvenjulegri íslenskri hönnun. Verin eru úr 100% bómull með prentaðri mynd á framhlið en með einlitu efni á bakhli…
Vörurnar frá Lagði eru íslensk hönnun. Verin eru jafnframt saumuð á Íslandi og kappkostað er að nýta þjónustu innlendra aðila hvað varðar aðföng og útfærslu eins og kostur er.
Verin frá Lagði eru tilvalin gjöf fyrir náttúruunnendur, eða þá sem vilja prýða heimili sitt með óvenjulegri íslenskri hönnun. Verin eru úr 100% bómull með prentaðri mynd á framhlið en með einlitu efni á bakhlið. Verin eru með rennilás, eru seld án fyllingar og koma í vönduðum gjafapakkningum. Aftan á pakkningunum er texti á íslensku og ensku um myndefni viðkomandi púða. Varan er því tilvalin sem gjöf fyrir vini eða ættingja erlendis. Prentun myndanna á púðunum er ekki einsleit og því getur verið lítils háttar litabreytileiki milli púða af sömu gerð.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.