Vörumynd

Usli: Gjálífi, þrætur og þras

Úlfar Þormóðsson

Ásmundur Gunnlaugsson fæddist að Ríp í Hegranesi þann 10. febrúar 1789. Hann lærði til prests, gerðist kapilán vestur í Dölum og fékk síðan brauð á Siglufirði. Dvöl hans þar einkenndist af drykkjuskap og erjum við sveitungana. Hann þótti einkar og svipljótur maður en e igi að síður var hann…

Ásmundur Gunnlaugsson fæddist að Ríp í Hegranesi þann 10. febrúar 1789. Hann lærði til prests, gerðist kapilán vestur í Dölum og fékk síðan brauð á Siglufirði. Dvöl hans þar einkenndist af drykkjuskap og erjum við sveitungana. Hann þótti einkar og svipljótur maður en e igi að síður var hann mikill kvennaljómi og varð það rót margra deilna. Ásmundur var sviptur kjól og kalli fyrir margra hluta sakir og hrökklaðist yfir í Skagafjörð þar sem hann átti margbreytilegt líf og kostulegt.

Í þessari mögnuðu bók dregur Úlfar Þormóðsson upp eftirminnilegar myndir af Íslandi fyrri tíma; daglegu lífi og aðstæðum fólks, ekki síst kvenna sem mjög áttu undir högg að sækja. Úlfar fer sjaldnast troðnar slóðir í skrifum sínum. Hér sækir hann sér efnivið í annála og frásagnir sem hann fléttar inn í áhrifaríka sögu Ásmundar Gunnlaugssonar og samtíma hans.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.