Vinsælasta vörutegundin í Leikhúsbúðinni frá upphafi eru vatnslitirnir frá Grimas í Hollandi, en þeir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti og innihalda engin skaðleg efni. Fjölmargir grunn- og leikskólar allt í kringum landið eru fastir kúnnar hjá okkur og segir það meira en mörg orð um gæði litanna, en leik- og grunnskólakennarar vilja auðvitað bara það besta fyrir viðkvæma húð barnanna.L…
Vinsælasta vörutegundin í Leikhúsbúðinni frá upphafi eru vatnslitirnir frá Grimas í Hollandi, en þeir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti og innihalda engin skaðleg efni. Fjölmargir grunn- og leikskólar allt í kringum landið eru fastir kúnnar hjá okkur og segir það meira en mörg orð um gæði litanna, en leik- og grunnskólakennarar vilja auðvitað bara það besta fyrir viðkvæma húð barnanna.Litirnir fást í 6, 12 og 24 lita boxum en einnig er hægt að kaupa staka liti í 15, 25 og 60 ml. dósum. Sumir litir eru aðeins fáanlegir í 15 ml. dósum. Hægt er að fá áfylingar í boxin.Ein 15 ml. dós dugar á 15-20 heilmáluð andlit.Liturinn er notaður eins og venjulegir vatnslitir, borinn á með blautum pensli eða svampi og næst af með vatni og sápu.Hér má finna innihaldslýsingu á hverju litanúmeri fyrir sig.