Sveinbjörg Hallgrímsdóttir stofnaði Vorhús upprunalega árið 2007 og seldi um árabil hönnunarvörur undir eigin nafni með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og því að fleiri hönnuðir komu að vöruþróun fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús. Í framhaldinu var nafni fyrirtækisins breytt í Vorhús eftir gömlu húsi á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti. Nafnið v…
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir stofnaði Vorhús upprunalega árið 2007 og seldi um árabil hönnunarvörur undir eigin nafni með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og því að fleiri hönnuðir komu að vöruþróun fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús. Í framhaldinu var nafni fyrirtækisins breytt í Vorhús eftir gömlu húsi á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana og er litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar innblástur fyrirtækisins. Stefna Vorhús er að skapa fallegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem hönnuðir skapa fyrir framtíðina. Handklæðin eru skreytt útlínum fjallagarða Íslands og koma í þrem stærðum auk þvottastykkis.