Vörumynd

Wavelength

Wavelength er ágiskunarspil þar sem tvö lið keppast um að lesa huga hvors annars. Leikmenn skiptast á að snúa skífu að leynimerkinu sem er á skífunni. Einn leikmaður úr þínu liði — miðillinn — veit nákvæmlega hvar merkið er, og dregur spil með hugtakapari ( Job - Career , Rough - Smooth , Fantasy - Sci-fi , Sad Song - Happy Song , o.s.frv.). Miðlarnir þurfa svo að semja vísbendingu sem staðsetur …
Wavelength er ágiskunarspil þar sem tvö lið keppast um að lesa huga hvors annars. Leikmenn skiptast á að snúa skífu að leynimerkinu sem er á skífunni. Einn leikmaður úr þínu liði — miðillinn — veit nákvæmlega hvar merkið er, og dregur spil með hugtakapari ( Job - Career , Rough - Smooth , Fantasy - Sci-fi , Sad Song - Happy Song , o.s.frv.). Miðlarnir þurfa svo að semja vísbendingu sem staðsetur merkið á milli hugtakanna tveggja. Höfundar spilsins hafa hannað önnur gífurlega vinsæl spil eins og The Mind (vann spil ársins 2018), og Monikers (sem New York Times kallaði „hið fullkomna partýspil“). Til dæmis, ef spilið í þessari umferð er „ Hot - Cold “ og merkið á skífunni er rétt yfir miðju, nær „cold“ hliðinni, þá þarf miðillinn að gefa vísbendingu sem er á því reiki. Kannski „salat“? Þegar miðillinn hefur gefið vísbendinguna sína, þá þarf liðið að koma sér saman um hvar það heldur að merkið sé staðsett, og snýr skífunni á þann stað. Eftir því sem liðið hittir nær merkinu, þeim mun fleiri stig fær það. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2019 Golden Geek Most Innovative Board Game - Tilnefning 2019 Golden Geek Best Party Game Winner - Sigurvegari 2019 Cardboard Republic Socializer Laurel Winner - Sigurvegari 2019 Board Game Quest Awards Best Party Game Nominee - Tilnefning https://youtu.be/4lwGkSiEHeA https://youtu.be/KuL_R60_320

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.