Vörumynd

WEBER FLOOR 4630 DUROLIT (25KG) - Hraðharðnandi - Útiflot

Weber
Þykktarsvið 7-20mm (8-15mm algengast). Vatn i 25 kg. poka er 3,8L. Göngufært eftir 2-4klst. Fullþurt eftir ca 7 daga. Efnisþörf er 1,9kg á fermeter miðað við 1mm þykkt. Notkunarsvið Weber 4630 er hraðharðnandi úti/inni flot sem er ætlað til flotunar á iðnaðargólfum þar sem kröfur eru gerðar um mjög háan slag-og slitstyrk. Einnig hentar efnið mjög vel á bílskúra, svalir, verandir, og aðra staði …
Þykktarsvið 7-20mm (8-15mm algengast). Vatn i 25 kg. poka er 3,8L. Göngufært eftir 2-4klst. Fullþurt eftir ca 7 daga. Efnisþörf er 1,9kg á fermeter miðað við 1mm þykkt. Notkunarsvið Weber 4630 er hraðharðnandi úti/inni flot sem er ætlað til flotunar á iðnaðargólfum þar sem kröfur eru gerðar um mjög háan slag-og slitstyrk. Einnig hentar efnið mjög vel á bílskúra, svalir, verandir, og aðra staði þar sem mikið mæðir á undirlaginu. Efnið má nota úti sem inni. Efnið hefur háan þrýstistyrk, þolir vel frost, jafnvel í söltu umhverfi. Sérstakt sement og mjög hörð fylliefni gefa 4630 þessa frábæru eiginleika. Kostir Weber 4630 er dælanlegt hraðharðnandi flotefni sem er auðvelt í notkun. Ekki er þörf á frekari yfirborðs-meðhöndlun eftir lögn, svo sem slípun eða fínspörltun. Weber 4630 er vottað af óháðum aðila sem er SP Sveriges Forsknings och Provningsinstitut, P og CE merkt og uppfyllir kröfur HusAMA um flotefni. Þykktarsvið Efnið er venjulega lagt í 8 - 15 mm þykkt, en þykktarsviðið er 7-20mm. Við meiri þykktir er mælt með að nota 4630 sem undirlag. Undirvinna Undirlagið skal vera hreint og laust við lausan múr, sementsslamma, raka, fitu og önnur óhreinindi sem komið geta í veg fyrir góða viðloðun. Ef flota þarf yfir lakkað gólf, skal slípað yfir með sandpappirslípivél og lakkið mattað. Grunnið síðan með MD-16 1:1 og stráið þurru efni í blautan grunnin og kústið saman. Látið síðan þorna og er þá undirlagið tilbúið undir flotun. Grunnur Grunna skal með Weber Floor 4716 í tveim umferðum. Fyrst 1 hluti grunnur á móti 5 hlutum vatni, síðan 1 hluti grunnur og 3 hlutar vatn í seinni umferð. Blöndun og lögn Vatnsmagn er 3,8 lítrar í 25 kg. poka.Blandið saman með hæggengri borvél. Ef dæla á efninu, leitið þá upplýsinga hjá söluaðila. Mælið flotið í efninu (samkv. SS 923519) með hring sem er 50x22mm. Athugið einnig við flotprufu hvort efnið sé nægjanlega vel hrært saman. Gott er að draga úr efninu með tenntum spaða, til að losa loft úr efninu eða rúlla yfir með gaddarúllu.Ekki má leggja efnið ef hitastigið fer niður fyrir 5°C næstu 12-24klst. Varan er samþykkt vara í SCDP (Supply Chain Declaration Portal Svansins)í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).

Verslaðu hér

  • Múrbúðin ehf 412 2500 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.