Lúxus ferðatöskur frá fyrirtækinu WINGS hannaðar fyrir kröfuhörðust viðskiptavinina. Nútímaleg hönnun, léttar töskur unnar úr sterku og rispheldu Policarbon*, með tveggja lenginga telescopic handfangi. Með gúmmí grip á utanverðu handfangi og númera læsingu. Sterkar og endingagóðar. Með fjórum 360° gúmmí hjólum fyrir stöðugleika og léttleika í allar áttir og hægt að taka hjólin af minnstu töskunni svo að hún passi í handfarangri hjá lágjalda flugfélögum. Innvolsið er í dekkri lit og rennt á milli til þess að skapa tvö góð hólf.*Policarbon er mjög harðgert, hágæða efni, plastefni sem er mjög sterkt og höggþolið en samt mjög létt.
Nánari upplýsingar um WINGS ferðatöskur:
-
Ytra byrði -Policarbon
-
Stærðir á hæstu punktum:
-
X-small ferðataska: 51x33x20 cm, 25 lítrar, 2,1kg, minnkar um 8cm þegar hjólunum er smellt af.
-
4 hjól með 360°snúning
-
Talna lás
-
Tveggja lenginga telescopic handfang
-
Vandað invols með hólfum og öryggis teygjum til þess að festa farangur
-
Tveggja ára ábyrgð
Ábyrgð:Wings vörurnar eru með 24 mánaða verksmiðjuábyrgð. Hvort sem það er ytra eða innra byrði, allir gallar sem koma upp eru í ábyrgð ef um eðlilega notkun er að ræða.Ábyrgðin gildir ekki um eftirfarandi:
-
Skemmdir sem verða á töskunni hvort sem um er að ræða óvart eða með ásetningi. T.d vegna bruna, skorið sé í töskuna, rifin eða almennt slit sem verður til við notkun.
-
Skemmdir sem verða á töskum í flugi eða við annan flutning. Þá skal hafa samband við viðkomandi flutningsaðila og fá töskuna bætta. (ATH það þarf að fylla út skýrslu á viðkomandi flugvelli ef taska skemmist í flugi!)
-
Litabreytingar vegna óhóflegrar UV geislunar af völdum sólar eða aðrar skemmdir af manna völdum.