Vörumynd

Work sharp brýningarvél Ken Onion

Sharp

Fjölhæf brýnsluvél fyrir allar gerðir hnífa, skæra, axa, sporjárna eða annarra áhalda sem þarf að brýna

Work Sharp býður nú upp á Ken Onion útgáfu af hinni stórgóðu Knife and Tool Sharpner brýnsluvél. Ken Onion er einn þekktasti hnífasmiður Bandaríkjanna sem sérhæfir sig í sérsmíði á hnífum samkvæmt óskum viðskiptavina eða hanna hnífa fyrir hnífaframleiðendur. Saman hafa Work Sharp og K…

Fjölhæf brýnsluvél fyrir allar gerðir hnífa, skæra, axa, sporjárna eða annarra áhalda sem þarf að brýna

Work Sharp býður nú upp á Ken Onion útgáfu af hinni stórgóðu Knife and Tool Sharpner brýnsluvél. Ken Onion er einn þekktasti hnífasmiður Bandaríkjanna sem sérhæfir sig í sérsmíði á hnífum samkvæmt óskum viðskiptavina eða hanna hnífa fyrir hnífaframleiðendur. Saman hafa Work Sharp og Ken Onion endurhannað Knife and Tool Sharpner vélina til að gera hana fjölhæfari. Í grunninn eru þessar vélar að bjóða upp á hnífabrýningu á einfaldan máta sem er á færi flestra að framkvæma. Ken Onion útgáfan býður að auki upp á:

  • Stiglausa hraðastillingu frá 1.200 til 2.800 sfm
  • Stiglaust breytanleg brýnigráða frá 15° – 30°
  • Breiðari slípibönd (¾”) og lengri (12″) ásamt fleiri gerðum af grófleika
  • Viðbótar hnífsblaðastýring
  • Nokkrar gerðir af aukabúnaði sem hægt er að bæta á vélina til að nota fyrir aðrar gerðir áhalda sem þurfa brýningu

Auðvelt er að skipta um slípibönd og slík krefst ekki verkfæra.

Það sem fylgir vélinni:

  • P120 slípiband
  • X65 slípiband (sambærilegt P220)
  • X22 slípiband (sambærilegt P1000)
  • X4 slípiband (sambærilegt P3000)
  • P6000 slípiband
  • Straumbreytir fyrir 220V straum
  • https://www.youtube.com/watch?v=4I4sGdIE27Y

Verslaðu hér

  • Veiðiflugan
    Veiðiflugan 474 1400 Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.