Yealink MeetingBoard inniheldur allt sem þarf fyrir fundarherbergið, vinnurýmið eða skólastofuna. Tækið er með Android stýrikerfi og samanstendur af 4K 86″ snertiskjá, 4K myndavél, 6 hátölurum, 16 hljóðnemum og öflugum Octa-core örgjörva sem er sérhannaður fyrir Microsoft Teams. Frábær mynd og hljómgæði skila sér til allra þáttakenda. Hægt er að bæta við auka 4K PTZ myndavél fyrir meiri yfirsýn í…
Yealink MeetingBoard inniheldur allt sem þarf fyrir fundarherbergið, vinnurýmið eða skólastofuna. Tækið er með Android stýrikerfi og samanstendur af 4K 86″ snertiskjá, 4K myndavél, 6 hátölurum, 16 hljóðnemum og öflugum Octa-core örgjörva sem er sérhannaður fyrir Microsoft Teams. Frábær mynd og hljómgæði skila sér til allra þáttakenda. Hægt er að bæta við auka 4K PTZ myndavél fyrir meiri yfirsýn í stærri rýmum, myndavélin festist efst á snertiskjáinn.
MeetingBoard hentar í öll fundarherbergi og vinnurými. Eina sem þarf að gera er að tengja við net og stinga í samband við rafmagn. Á aðeins örfáum mínútum er hægt að gera klárt fyrir fjarfundinn, teymisvinnuna eða kennsluna. Hægt er að festa tækið á vegg eða bæta við hljólastandi sem auðveldar flutning á milli fundarherbergja eða vinnurýma. Þannig er hægt að ná hámarks nýtni á tækinu og rýmum á vinnustaðnum.
Teymisvinnan færist á hærra stig með Microsoft Whiteboard teikniborðinu sem er innbyggt. Þáttakendur skrifa, teikna og hanna í sameiningu, hvort sem þeir eru á staðnum eða ekki. Tveir geta skrifað eða teiknað í einu, auðveldara er að henda hugmyndum á milli þáttakenda og meira skapandi hugmyndavinna á sér stað.
Nánari upplýsingar má finna á vef framleiðanda hér.