Við erum stálharðir! Vélsmiðjan Sveinn...

Vélsmiðjan Sveinn ehf

Flugumýri 6, 270 Mosfellsbæ

Kennitala: 431193-2219

Opið til 18:00

Óviss opnunartími

Flugumýri 6, 270 Mosfellsbæ

Vélsmiðjan Sveinn ehf

Sms

Hringja

Tölvupóstur

Opið til 18:00

Óviss opnunartími

Upplýsingar

Vélsmiðjan Sveinn ehf. var stofnuð árið 1993 af Haraldi Lúðvíkssyni og syni hans Haraldi V. Haraldssyni, nafnið Sveinn kemur frá föður Haraldar Lúðvíkssonar. Vélsmiðjan er staðsett í Flugumýri í Mosfellsbæ, á fallegum stað við rætur Úlfarsfells. Árið 1993 var húsnæði vélsmiðjunnar um 112 m2 en aðeins tveimur árum síðar, eða árið 1995, hafði það stækkað um 107 m2 til viðbótar. Með þeirri framkvæmd var hægt að skipta verkstæðinu í tvo hluta, rennismiðju annars vegar og stálsmiðju hins vegar. Árið 2003 var minnisstætt ár fyrir starfsfólk Vélsmiðjunnar Sveins, en þá var stækkað um enn aðra 90 m2 til að opna járnviðgerðaþjónstu, og sérstaka deild fyrir stálherslu. Það sama ár féll hins vegar Haraldur Lúðvíksson, stofnandi smiðjunnar, frá og skildi son sinn, Harald V. Haraldsson einan eftir með rekstur fyrirtækisins. Í dag er Vélsmiðjan Sveinn búin að stækka enn frekar og er nú í alls  380m2 húsnæði með um 10 starfsmenn í mismunandi deildum. Sökum mikilla verkefna og fjölda viðskiptavina var Vélsmiðjan Sveinn sameinuð fyrirtækinu Virgin ehf. og gerði smiðjuna þar með leiðandi á sínu sviði hérlendis.

   

 

Við erum staðsett í Flugumýri 6 í Mosfellsbæ og opnunartími er alla virka daga frá kl. 8 - 18.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt