Fitjabraut 1b, 260 Reykjanesbæ
Kennitala: 660496-2389
660496-2389
Vörumiðlun ehf var stofnað árið 1996 með samruna Flutningadeildar KS og Vöruflutninga Magnúsar Svavarssonar á Sauðárkróki. Magnús Einar Svavarsson er framkvæmdastjóri Vörumiðlunar og hefur hann verið það frá stofnun félagsins. Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru á Eyrarvegi á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið starfsstöðvar á Blönduósi, Hvammstanga, Hólmavík, Búðardal, Hellu/Vík/Kirkjubæjarklaustri, Akureyri, Reykjavík og Reykjanesbæ. Vörumiðlun hefur til umráða tæplega sjötíu flutningabifreiðar af ýmsum stærðum og gerðum, auk vagna, lyftara og hjálparbúnaðar af ýmsu tagi. Þá sér Vörumiðlun um alla uppskipun og löndun í Sauðárkrókshöfn. Fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins telja í dag um níutíu manns. Búseta starfsmanna er dreifð en tengist í flestum tilfellum þeim starfsstöðvum sem fyrirtækið er með. Vörumiðlun er eitt af stærstu flutningafyrirtækum landsins.