Vörumynd

Matur og meiri matur

Bókin hefur að geyma 100 ljúffengar uppskriftir
að fjölbreyttum mat eins og kaflaheitin bera með
sér: súpur, pasta, samlokur, salöt, fiskréttir,
kjötréttir ...

Bókin hefur að geyma 100 ljúffengar uppskriftir
að fjölbreyttum mat eins og kaflaheitin bera með
sér: súpur, pasta, samlokur, salöt, fiskréttir,
kjötréttir og eftirréttir. Eingöngu er notað
hollt og gott hráefni sem auðvelt er að nálgast.
Uppskriftirnar eru einfaldar í framkvæmd og
sniðnar að getu almennings. Höfundur
útskrifaðist frá Hótel- og veitingaskólanum árið
1994 og hefur síðan starfað við matreiðslu, m.a.
á Horninu og Café Mílanó. Hann hefur því mikla
reynslu af matargerð sem honum tekst að miðla
skilmerkilega til lesenda. Hér ættu allir að
finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem elda á
einfaldan hversdagsmat eða bjóða til veislu.
Verði ykkur að góðu.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt