Vörumynd

Svartar fjaðrir - ný kilja

Svartar fjaðrir

Davíð Stefánsson (1895Í1964) var fæddur á bænum
Fagraskógi í Eyjafirði. Hann var um tvítugt
þegar ljóð hans í tímaritum vöktu athygli
ljóðaunnenda, raunar s...

Davíð Stefánsson (1895Í1964) var fæddur á bænum
Fagraskógi í Eyjafirði. Hann var um tvítugt
þegar ljóð hans í tímaritum vöktu athygli
ljóðaunnenda, raunar svo mjög að beðið var
þessarar fyrstu bókar hans með óþreyju. Hún kom
út rétt fyrir jólin 1919 og olli ekki
vonbrigðum. Lengi hafði æska landsins þurft að
bæla langanir sínar og þrár en nú var eins og ný
öld losaði um alla fjötra og Davíð orðaði í
opinskáum, ástríðufullum ljóðum sínum bæði það
sem heillaði og skelfdi við nýstárlegt frelsi
tilfinninganna. Fáar íslenskar ljóðabækur hafa
notið annarrar eins hylli og Svartar fjaðrir.
Frá frumprentun hefur bókin komið út hvað eftir
annað, ýmist ein og sér eða í ljóðasöfnum
Davíðs, og telst þetta vera 13. útgáfa hennar.
Silja Aðalsteinsdóttir sá um útgáfuna og ritaði
formála en bókin kemur út í ritröðinni Íslensk
klassík.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt