Vörumynd

Íslensk listasaga 1-5

Íslensk listasaga er fimm binda verk sem spannar
tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs
21. aldar. Bindin eru gefin út samtímis í
vandaðri öskju o...

Íslensk listasaga er fimm binda verk sem spannar
tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs
21. aldar. Bindin eru gefin út samtímis í
vandaðri öskju og er verkið allt um 1400
blaðsíður. Ritstjóri verksins er Ólafur Kvaran
en alls koma 14 höfundar að verkinu. Í Íslenskri
listasögu er lögð sérstök áhersla á einkenni
íslenskrar myndlistar á hverju tímaskeiði,
sögulegt samhengi hennar og samband við
alþjóðlega listasögu.
Í verkinu eru
litljósmyndir af á annað þúsund listaverkum, sem
varðveitt eru á söfnum hérlendis sem erlendis
eða eru í einkaeigu, og yfirgripsmikill
fróðleikur um listasögu Íslendinga á einum stað.
Útgáfa Íslenskrar listasögu er því mikið
menningarlegt framlag enda er markmiðið með
útgáfunni ekki aðeins að gera grein fyrir sögu
íslenskrar myndlistar heldur einnig að styrkja
og móta hugmyndir okkar um myndlist þjóðarinnar,
sameiginlega arfleifð hennar og sjálfsmynd.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  26.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  21.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt