Vörumynd

Uppreisn

Hér fléttast saman margar sögur sem eiga sér þó
sameiginlegan, sáran undirtón. Sofie er
hálfdönsk og hálfgrænlensk en hún hafnar eftir
ævintýralegum krókale...

Hér fléttast saman margar sögur sem eiga sér þó
sameiginlegan, sáran undirtón. Sofie er
hálfdönsk og hálfgrænlensk en hún hafnar eftir
ævintýralegum krókaleiðum í Afríku. Við hittum
fyrir indverskættaðar stúlkur í járngreipum
hefða, kynnumst skelfilegum aðstæðum í námum þar
sem mannslífið er einskis metið og rótlausum
ungmennum í heimi spillingar og misnotkunar þar
sem allt snýst um að lifa af. Frásögnin er nöpur
og miskunnarlaus og sker inn að beini.

Uppreisn er önnur bókin í þríleik Jakobs
Ejersbo um mannlíf í Afríku og eftirköst
nýlendutímans og persónur úr fyrstu bókinni,
Útlaga, koma við sögu. Sagnabálkurinn hefur
vakið mikla athygli og verið þýddur á fjölmörg
tungumál enda þykir hann opna einstæða sýn á
álfuna.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt