Vörumynd

Í fjarlægð Saga berklasjúklinga á Kristneshæli

Berklarnir voru sannkallað þjóðarmein í upphafi 20. aldar. Eyjafjörður fór ekki varhluta af þeim skörðum sem berklarnir hjuggu en með samstilltu átaki tókst Eyfirðingum og landsmönnum...

Berklarnir voru sannkallað þjóðarmein í upphafi 20. aldar. Eyjafjörður fór ekki varhluta af þeim skörðum sem berklarnir hjuggu en með samstilltu átaki tókst Eyfirðingum og landsmönnum öllum að snúa vörn í sókn og reisa heilsuhæli á Norðurlandi. Kristneshæli varð örlagavaldur í lífi barna og fullorðinna sem þar dvöldust. Hælið var griðastaður og heimili en einnig afplánun og endastöð.
Bókin byggir að miklu leyti á sögum fyrrverandi vistmanna á Kristneshæli sem höfundur hefur skrásett um nokkurra ára skeið. Sögurnar, sem hvergi hafa birst áður, gefa innsýn í daglegt líf á Hælinu. Stuðst er við dagbækur, sendibréf, blaðagreinar, fundargerðabækur og fleiri heimildir. Bókin hefur að geyma fjölda áður óbirtra ljósmynda sem glæða frásögnina lífi. Afraksturinn er heildstæð samantekt um líf fólksins á Kristneshæli.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt