Vörumynd

Ævintýri - kilja

Drengurinn veit ekki hvað hann heitir en Peter
er ágætt nafn. Hann er í felum með föður sínum,
utan samfélagsins. Faðirinn snapar vinnu við
antíkfalsanir, g...

Drengurinn veit ekki hvað hann heitir en Peter
er ágætt nafn. Hann er í felum með föður sínum,
utan samfélagsins. Faðirinn snapar vinnu við
antíkfalsanir, garðyrkju, sem dyravörður á
strippbúllu Í og kennir syni sínum heimspeki,
listasögu, latínu en líka að stela, blekkja og
komast af hvað sem það kostar.
Hann segir
drengnum ævintýri til að útskýra flökkutilveru
þeirra; ævintýri um kóng og prins á flótta undan
útsendurum hinnar illu hvítu drottningar. Eina
leiðin til að losna undan álögunum er að stinga
drottninguna í hjartastað. Dag einn breytist
ævintýrið í veruleika og tíu árum síðar stendur
drengurinn uppi með annað líf, annað nafn Í og
fer að leita að sjálfum sér.
Ævintýri er
heilsteypt lýsing á uppvexti á mörkum ævintýris
og dauðans alvöru, þroskasaga þar sem rótleysi
og skuggar fortíðar takast á.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt