Vörumynd

Mjólk í mat

Þórður Tómasson sendir frá sér bókina Mjólk í
mat sem er 23. bók höfundar. Hér er á ferðinni
alhliða fræðirit um mjólkurvinnslu gamla
bændasamfélagsins. Útg...

Þórður Tómasson sendir frá sér bókina Mjólk í
mat sem er 23. bók höfundar. Hér er á ferðinni
alhliða fræðirit um mjólkurvinnslu gamla
bændasamfélagsins. Útgefandi er Sæmundur á
Selfossi.

Listin að koma ull í fat og mjólk í
mat var undirstaða mannlífs á Íslandi allt frá
upphafi byggðar. Hún var mælikvarði á
manngildi.

Svo segir í upphafsorðum bókarinnar
en hér er gerð ítarleg grein fyrir verkmenningu
og þjóðháttum sem tengjast mjólkuriðnaði gamla
bændasamfélagsins. Höfundur segist sjálfur vera
að greiða upp í skuld sína við þá kynslóð sem
lagði honum gull í lófa með fræðslu um líf
forfeðra og formæðra. Um leið er verk Þórðar
skuldalúkning allrar þjóðarinnar við hina fornu
þjóðmenningu og gullfótur undir framtíð
mjólkuriðnaðar á Íslandi.

Safnvörðurinn og
rithöfundurinn Þórður í Skógum hefur lagt stund
á rannsóknir í þjóðfræði um áratuga skeið og
leitar víða fanga í þessu nýjasta riti sem kemur
út, nú þegar höfundur er hálftíræður.
Heimildamenn Þórðar eru af öllu landinu.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt