Vörumynd

Gönguleiðir ný

Ferðir um óbyggðir Íslands njóta sívaxandi
vinsælda, ekki síst þær sem kalla á að
ferðalangur kveðji skrölt nútímans og haldi
fótgangandi á vit friðsældar f...

Ferðir um óbyggðir Íslands njóta sívaxandi
vinsælda, ekki síst þær sem kalla á að
ferðalangur kveðji skrölt nútímans og haldi
fótgangandi á vit friðsældar fjallanna með búnað
og vistir á bakinu.
Hér er vísað til vegar um
nokkrar af vinsælustu gönguleiðum landsins;
Kjalveg, Öskjuveg, Lónsöræfi, ³LaugaveginnÊ og
Fimmvörðuháls.
Höfundur fylgir göngufólki dag
fyrir dag, bendir á helstu náttúruundur á
leiðinni, vísar á náttstaði og leiðbeinir um
útbúnað og kost. Hverri gönguleið fylgja góð
kort auk fjölda ljósmynda. Bókin er jafnt ætluð
þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í útvist og
hinum sem öðlast hafa meiri reynslu.
Páll Ásgeir
Ásgeirsson er þaulreyndur útivistarmaður og
leiðsögumaður til fjölda ára. Hann hefur skrifað
fjölmargar vinsælar gönguleiðabækur og
leiðsögurit, s.s. Útivistarbókina, Bíl og
bakpoka, 101 Ísland, Hornstrandir og
Hálendishandbókina.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    1.999 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt