Vörumynd

Ljóðaúrval -Jóhannes úr kötlum

Skáldið Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) lifði
mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum heimsins
og ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20.
aldarinnar á Íslan...

Skáldið Jóhannes úr Kötlum (1899-1972) lifði
mikla umbrotatíma í sögu og bókmenntum heimsins
og ef velja ætti eitt skáld sem fulltrúa 20.
aldarinnar á Íslandi yrði þar næsta
óhjákvæmilega hann. Ekkert íslenskt skáld sýnir
eins nákvæmlega þróun ljóðlistarinnar hér á
landi eins og þessi fjölhæfi og afkastamikli
höfundur sem færði þjóðinni svo margar perlur.

Jóhannes úr Kötlum hóf feril sinn sem
nýrómantískt skáld og á kreppuárunum var hann í
broddi fylkingar róttækra skálda. Í umróti
stríðsára og eftirstríðsára gerði hann tilraunir
með frjálsa bragarhætti og endurnýjaði form sitt
af listfengi og frumleika. Loks náði hann í
alþjóðlega róttæka bylgju á sjöunda áratugnum og
stóð á nýjum hátindi ferils síns þegar hann féll
frá.
Í úrvalinu eru ljóð úr öllum bókum
Jóhannesar fyrir fullorðna, bæði frumsamin og
þýdd, sem gefa breiða mynd af margslungnum
ljóðheimi skáldsins. Silja Aðalsteinsdóttir sá
um útgáfuna og ritar inngang.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt