Vörumynd

Kaupmannahöfn í máli og myndum

KAUPMANNAHÖFN - Í MÁLI OG MYNDUM er hentug og
upplýsandi bók fyrir Íslendinga sem hafa áhuga á
að kynnast betur okkar fornu höfuðborg, sögunni
sem hún hef...

KAUPMANNAHÖFN - Í MÁLI OG MYNDUM er hentug og
upplýsandi bók fyrir Íslendinga sem hafa áhuga á
að kynnast betur okkar fornu höfuðborg, sögunni
sem hún hefur að geyma og tengist okkar sögu og
síðast en ekki síst nútíma Kaupmannahöfn.

Innan
á bókarkápu eru kort af miðborginni.
Bókin
leiðir lesandann um gömlu miðaldaborgina,
söguslóðir okkar Íslendinga og gefur okkur
jafnframt tengsl við nútímann.
Siglingaleið
ferðamannabátanna er lýst sem leggja upp frá
Nýhöfn, sigla til Christianshavn og meðfram
Hallarhólma.
Auk þessa er fjallað um ýmsa
markverða staði í eystri hluta borgarinnar og í
nágrenni stervoldgade svo sem
Amalienborgarhöll, Óperuna, Friðriksspítala,
Rósenborgarhöll og Jónshús.
Loks eru ýmsar
gagnlegar upplýsingar og meðmæli. Getið er
áhugaverðra staða fyrir börnin.
Bókin er
aðgengileg og létt lesning. Hún er prýdd fjölda
mynda sem bæði vekja áhuga og festa betur í
minni það sem um er fjallað.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt