Vörumynd

Skálmöld-Með Vættum

Þriðja plata Skálmaldar, Með vættum, verður
formlega gefin út 31. október næstkomandi en
hennar hefur verið beðið með mikilli
eftirvæntingu. Fyrri hljóðvers...

Þriðja plata Skálmaldar, Með vættum, verður
formlega gefin út 31. október næstkomandi en
hennar hefur verið beðið með mikilli
eftirvæntingu. Fyrri hljóðversplötur
sveitarinnar, sem og plata sem gefin var út með
tónleikum Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, hafa allar hlotið metsölu og verið
verðlaunaðar í hvívetna.

Sem fyrr er
umfjöllunarefnið á þjóðlegu nótunum. Hér segir
frá áður óþekktri kvenhetju, Þórunni Auðnu, sem
ver strendur Íslands fyrir utanaðkomandi vá. Hún
fæðist á Norðurlandi þar sem hún berst í fyrsta
sinn, frá Austurlandi vopnast hún sem ung kona,
fullorðin er hún komin suður og ellinni ver hún
fyrir vestan. Þannig berst hún alls fjórum
sinnum og hefur landvættirnar sér til
fulltingis, fuglinn í norðri, drekann í austri,
risann í suðri og nautið í vestri.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt